24.1.2009 | 12:49
Heiðarleiki og virðing
Já hvernig væri að forystumenn ríkisstjórnarinnar hættu þessum hroka og sýndu þjóðinni þá virðingu að upplýsa hana um hvað raunverulega er að gerast þarna bak við tjöldin. Af hverju vorum við krafin um ábyrgð fyrir icesafe? Af hverju breyttu norðmenn skilyrðum sínum til lánveitingar? Og hvernig kemur Evrópusambandið inn í þetta allt saman? Hvernig er hægt að krefja heila þjóð um ábyrgð á gjörðum fárra manna á sama tíma og þeim er leyft að lauma sér út bakdyrameginn með fullar hendur fjár?
Mótmæli almennings gegn sitjandi ríkisstjórn er um leið ákall til einu stofnunarinnar sem almenningur hefur aðgang að um að réttlæti sé framfylgt. Ég held að þingmenn, hvort sem þeir sitja í ríkisstjórn eða í stjórnarandstöðu ættu að rifja upp í hverju þeirra verksvið felst. Meiningin var að þeir væru fulltrúar þjóðarinnar en ekki fulltrúar sjálfs sín og fámennra hagsmunaaðila.
Ríkisstjórnin var kosin til þess að stýra þessu landi og sinna hagsmunum þjóðarinnar í heild. Ég veit ekki af hverju þingmenn eru svona hissa og foi yfir viðbrögðum fólks og þeim hroka sem þessir forystumenn þjóðarinnar sýna í orði og ræðu til hópsins sem þeir eiga að vera fulltrúar fyrir.
Fylgi VG mælist rúmlega 32% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hulda Björg Víðisdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.